Skipulagsunnendur tryllast yfir þessum boxum

Smart Store boxin eru loksins fáanleg hér á landi og …
Smart Store boxin eru loksins fáanleg hér á landi og munu breyta skipulaginu í ísskápnum sem aldrei fyrr. mbl.is/Smart Store

Það kannast allir við það að koma heim úr matvörubúðinni með vikuinnkaupin í nokkrum pokum og byrja raða í ísskápinn. Það gefur ákveðna ánægjutilfinningu að sjá vel skipulagðan ísskáp sem endist þó oft ekki mikið lengur en út daginn.

En við rákumst á þessi frábæru box frá Smart Store sem eru nú loksins fáanleg hér á landi og gleðja hjörtu skipulagsnörda sem vilja hafa hlutina á hreinu, líka í ísskápnum. Um er að ræða glær akríl box, svo auðvelt er að sjá hvað þar er að finna en á þeim eru einnig handföng og lok – er hægt að biðja um meira? Boxin má finna í Fjarðarkaupum ásamt nokkrum útvöldum Bónus verslunum; á Akureyri, Garðatorgi, Korputorgi, Selfossi og Smáratorgi.  

Skipulagsunnendur munu elska þetta.
Skipulagsunnendur munu elska þetta. mbl.is/Smart Store
Boxin eru fáanleg í ýmsum stærðum.
Boxin eru fáanleg í ýmsum stærðum. mbl.is/Smart Store
mbl.is