Viltu sleppa því að fá móðu á baðspegilinn?

Það getur myndast mikil móða á speglum þegar farið er …
Það getur myndast mikil móða á speglum þegar farið er í heitt og notalegt bað.

Öll þekkjum við þann hvimleiða vanda að fá móðu á baðherbergisspegilinn þegar við förum í heita sturtu eða bað. En er hægt að losna við móðuna með fyrirbyggjandi aðgerðum?

Sérfræðingar alnetsins vilja meina að nokkrar aðferðir séu hér í boði. Ein er að bera þunnt sápulag á spegilinn og virðist sápan vera nokkuð ráðandi stef í þessum húsráðum. 

Önnur lausn, og kannski sú sem auðveldust er, er að blanda saman ediki og vatni í jöfnum hluta í tóman spreybrúsa og úða á spegilinn. Þurrkið létt yfir spegilinn að því loknu. Blandan á að endast í tvo til þrjá daga og þarf því að endurtaka reglulega. Þetta er sagt koma í veg fyrir móðumyndun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert