Glettilega gott meðlæti sem við mælum með

Ristað blómkál verður að prófast.
Ristað blómkál verður að prófast. mbl.is/minimalistbaker.com

Blómkál er svo gott eitt og sér og hvað þá ristað í ofni. Ekta snakk sem geymist í 4-5 daga í kæli og alltaf hægt að grípa í. Við mælum með að prófa.  

Glettilega gott ristað blómkál

  • 1 blómkálshaus
  • 2 msk. ólífuolía
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • 1 msk. karrý (má sleppa)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°. Hreinsið og þurrkið blómkálið. Takið öll græn blöð af kálinu og skerið í litla munnbita.
  2. Setjið í skál og bætið við olíu, salti og karrý ef vill. Blandið saman og nuddið jafnvel hráefnunum betur á kálið.
  3. Setjið kálið á bökunarplötu á bökunarpappír og bakið í 25-40 mínútur þar til vel gullinbrúnt, munið að hræra aðeins í þegar tíminn er hálfnaður svo að kálið bakist jafnt á alla kanta.
  4. Takið úr ofninum og njótið! Smakkast vel eitt og sér eða jafnvel með sítrónu, tahini, þurrkuðum ávöxtum (t.d. rúsínur eða trönuber) eða kóríander. Það má vel hita kálið upp á pönnu við meðalhita eða í ofni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert