Algeng mistök við heimillisþrifin

Þrif ná oft ekki hátt í vinsældum.
Þrif ná oft ekki hátt í vinsældum. mbl.is/Shutterstock

Enn ein vikan liðin og það er aftur komið að því að þrífa heimilið. Sumir elska að þrífa á meðan aðrir sjá rautt og fá jafnvel einhvern annan í verkið. En það eru nokkur atriði sem við ættum að hafa í huga við heimilisþrifin, því í sumum tilfellum erum við jafnvel að dreifa óhreinindunum frekar en að sópa þeim út.

  • Alls ekki, þá meinum við alls ekki nota sömu tuskuna á allt heima hjá ykkur. Sama þriftuskan á ekki heima inni á baði og í eldhúsinu. Við viljum ekki dreifa sýklunum um allt hús.
  • Fjaðrakústar eru kannski skemmtilegir að vesenast með en þeir eru ekki að taka í burtu allt það ryk sem þú óskar þér. Í raun dreifa þeir rykinu bara beint út á gólf. Það er mun áhrifameira að nota micro-fiber klúta en kúst.
  • Við notum ryksuguna eins og ekkert sé sjálfsagðara og skiptum reglulega um poka. En við eigum það til að gleyma sjálfum filternum sem liggur inni í ryksugunni sem hefur áhrif á vélina – svo muna að skipta um filter reglulega.
  • Þrífið frá toppi til táar! Eða byrjið á því að þurrka af stólum og borðum áður en þið ryksugið eða skúrið því það mun alltaf eitthvað detta á gólfið sem ætti að enda í moppunni.
  • Ekki spreyja hreinsiefni beint á flötinn eða húsgagnið. Best er að spreyja í klút eða pappír og þurrka svo. Því það koma alltaf einhverjir „blettir“ þegar maður spreyjar, sem þorna svo á hlutunum í kring.
  • Sama reglan gildir um þvottavélina og þurrkarann eins og ryksuguna. Munið að þrífa filterinn og tæma síuna. Það eykur líka endinguna á græjunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert