Frábær lausn fyrir uppskriftarbækur

Föndur helgarinnar er stigi undir bækur og blöð.
Föndur helgarinnar er stigi undir bækur og blöð. mbl.is/Carrie Waller

Höfum við eitthvað betra við tímann að gera en að leggjast í smá handavinnu. Það er mjög afslappandi að sökkva sér inn í ákveðið verkefni og slökkva á öllu áreiti í kring. Hér er snilldarlausn að stiga sem geymir allar uppskriftarbækurnar þínar eða tímarit í eldhúsinu.

Allt sem þú þarft er, 2 jafnlangar spítur, 3 handklæðastangir, …
Allt sem þú þarft er, 2 jafnlangar spítur, 3 handklæðastangir, tússpenna, hallarmál, málband, borvél og skrúfjárn. mbl.is/Carrie Waller
Leggðu spíturnar á gólfið og notaðu hallarmál til að ná …
Leggðu spíturnar á gólfið og notaðu hallarmál til að ná þeim beinum. Leggðu fyrstu handklæðastöngina á spíturnar, mældu og merktu hvar hún á að vera. mbl.is/Carrie Waller
Boraðu fyrstu götin sem þú merktir fyrir áðan og skrúfaðu …
Boraðu fyrstu götin sem þú merktir fyrir áðan og skrúfaðu festingarnar fastar við spíturnar. mbl.is/Carrie Waller
Festu stöngina á spíturnar og endurtaktu fyrir hinar tvær stangirnar …
Festu stöngina á spíturnar og endurtaktu fyrir hinar tvær stangirnar sem eftir eru. mbl.is/Carrie Waller
Þér tókst það! Nú er bara að stilla stiganum upp …
Þér tókst það! Nú er bara að stilla stiganum upp og raða skrautlegum bókum og blöðum á stigann. mbl.is/Carrie Waller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert