Þú hefur aldrei séð annað eins súkkulaði

Já ótrúlegt en satt, þá er þetta er ekta súkkulaði …
Já ótrúlegt en satt, þá er þetta er ekta súkkulaði klukka. mbl.is/Amaury Guichon

Hann er ekki bara ungur og sætur, heldur brjálæðislega klár í að mastera dásemdir úr súkkulaði. Við erum að tala um Amaury Guichon sem handleikur hráefnið eins og að drekka vatn - hjá honum eru engin mörk.

Amaury ögrar sjálfum sér í starfi og tekst heldur betur vel til, hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín og er hvergi nærri hættur. Hann býr til klukkur, egg og áttavita úr súkkulaði svo eitthvað sé nefnt, og það er varla hægt að sjá muninn frá ekta vörunni. Við mælum með því að dreifa huganum í súkkulaðidraumi og skoða Instagram síðuna hans hér.

Það er ekkert sem þessi maður ræður ekki við.
Það er ekkert sem þessi maður ræður ekki við. mbl.is/Amaury Guichon
Svona listaverk eru langt fyrir utan okkar sérsvið.
Svona listaverk eru langt fyrir utan okkar sérsvið. mbl.is/Amaury Guichon
Akkúrat eitthvað svona sem við ætlum að spreyta okkur á …
Akkúrat eitthvað svona sem við ætlum að spreyta okkur á fyrir næsta stórafmæli. mbl.is/Amaury Guichon
Súkkulaði maðurinn á bak við listaverkin, Amaury Guichon.
Súkkulaði maðurinn á bak við listaverkin, Amaury Guichon. mbl.is/Amaury Guichon
mbl.is