Hjónabandssæla Kolbrúnar Pálínu

Kolbrún Pálína Helgadóttir.
Kolbrún Pálína Helgadóttir.

Kolbrún Pálína Helgadóttir verkefnastýra mætti með þessa dísætu og skemmtilegu hjónabandssælu í boð á dögunum en Kolbrún ákvað að gefa þessari klassísku sælu smá hressingu. Í stað rabarbarasultunnar notaði hún bláberjasultu og því til viðbótar bætti hún við súkkulaði með sjávarsalti, kanil og möndludropum en þeir gefa kökunni dásamlegt marsípanbragð. Óhætt er að segja að sælan þessi hafi engan svikið.

mbl.is/

Hjónabandssæla sem slær í gegn  sjúkleg sæla með sultu og súkkulaði

  • 200 gr. brætt smjör
  • 2 bollar hveiti
  • 2 bollar haframjöl
  • 1 bolli sykur
  • 1 egg
  • 1 tsk. möndludropar
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. kanill eða eftir smekk
  • 1 krukka bláberjasulta
  • 100 gr. Nóa Siríus súkkulaði með karamellu og sjávarsalti

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnunum nema sultunni og súkkulaðinu saman með sleif.
  2. Smyrjið form, takið helminginn af deiginu og þjappið í botninn á forminu.
  3. Setjið sultu á botninn svo hún þeki vel.
  4. Setjið því næst gróflega saxað súkkkulaðið yfir sultuna.
  5. Myljið að lokum restina af deiginu yfir og þéttið svolítið vel kantana.
  6. Bakið í ofni við 180 gráður í 30-40 mínútur.
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert