Pure deli poppar upp í Granda mathöll

Ingibjörg Þorvaldsdóttir setur kærleik í hvert einasta verkefni sitt á …
Ingibjörg Þorvaldsdóttir setur kærleik í hvert einasta verkefni sitt á Pure deli en staðurinn er í eigu hennar og eiginmanns hennar, Jóns Arnars Guðbrandssonar. mbl.is/Hari

Aðdáendur veitingastaðarins Pure deli geta tekið gleði sína því staðurinn verður með „pop-up“ í Granda mathöll í nóvember.

Að sögn Jóns Arnars Guðbrandssonar, annar eiganda Pure Deli, verður boði upp á úrval af því besta af matseðli staðarins. „Við verðum með vefjurnar okkar sem eru svo vinsælar, ferska djúsa og ýmislegt annað góðgæti,“ segir Jón Arnar um matseðilinn. Jafnframt segir hann að fyrirspurnum um opnun staðarins í miðborginni hafi rignt yfir hann undanfarið og nú séu þau alla vega komin í heimsókn. Hvað gerist í framhaldinu eigi síðan eftir að koma í ljós.

„Við hlökkum mikið til þess að vera í þessu skemmtilega umhverfi sem Mathöllin Granda er. Pure deli hefur allt verið hugsað sem heiðarlegur streetfood-matur í fallegu umhverfi þannig að þetta passar heldur betur vel við okkur,“ segir Jón Arnar að lokum.

Grandi mathöll er spennandi staður þar sem allt iðar af …
Grandi mathöll er spennandi staður þar sem allt iðar af lífi og fjöri. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert