Þvottaleiðbeiningar sem auðvelda lífið

Ef þetta skilti er ekki skyldueign á hverju heimili.
Ef þetta skilti er ekki skyldueign á hverju heimili. mbl.is/Punt og prent

Hvað þýða öll þessi þvottatákn og hvernig á maður að muna allt sem þau gera? Oftar en ekki getur þvotturinn farið úr böndunum á stórum sem litlum heimilum. Fína skyrtan fer óvart á suðuprógram því það var síðasta stillingin á þvottavélinni eða handklæðin þvegin á ullarprógrammi.

Við rákumst á þessi frábæru skilti hjá versluninni Punt og prent í Glæsibæ sem munu auðvelda allt. Þau eru hönnuð og framleidd af Krums á Akureyri og eru úr laufléttu áli sem hægt er að smella upp á vegg með lítilli fyrirhöfn. Og þá ættu allir á heimilinu að geta sett í vélina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert