Þetta eru vinsælustu molarnir

mbl.is/ÞS

Ef það er eitthvert sælgæti sem hefur fylgt þjóðinni um hátíðirnar svo lengi sem elstu menn muna þá er það Quality Street. En sitt sýnist hverjum um hvaða moli er bestur þannig að við hér á Matarvefnum höfum rannskakað málið og gert tilraunir á samstarfsfélögunum algerlega án þeirrar vitundar. 

Tilraunin fór þannig fram að keypt voru nokkur kíló af Quality Street. Dósin var höfð opin og gat hver sem er fengið sér úr henni. Í upphafi dags voru molarnir svo taldir. 

Niðurstaðan er sumsé þessi: 

1. Vinsælastur er „vindillinn“ - en hann bar höfuð og herðar yfir hina molana.

2. Karamellan góða kom svo í öðru sæti.

3. Brúni karamellumolinn. 

Ljóst er því á þessum niðurstöðum að karamellurnar eru vinsælar en margir vildu meina að þær sæjust best í dósinni og því eðlilegt að þær séu fyrst teknar. Annað sem útskýri mögulega óvinsælustu molana (sem þó voru étnir upp til agna) er að búið sé að breyta þeim töluvert og það liggi ekki ljóst fyrir hvernig molar þetta séu. 

Hér höfum við vinsælustu molana. Vindillinn þykir bestur og fast …
Hér höfum við vinsælustu molana. Vindillinn þykir bestur og fast á hæla hans fylgir karamellan sem hefur kostað marga landsmenn tannfyllingu. mbl.is/ÞS
Miðjumoðið svokallaða - eða hvorki né molarnir. Vissulega góðir en …
Miðjumoðið svokallaða - eða hvorki né molarnir. Vissulega góðir en enginn myndi kaupa sér fulla dós af eingöngu þessum molum. mbl.is/ÞS
Hér höfum við óvinsælustu molana. Mögulega má útskýra óvinsældir þeirra …
Hér höfum við óvinsælustu molana. Mögulega má útskýra óvinsældir þeirra með dökkum litum og tíðum breytingum á þeim. mbl.is/ÞS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert