Svona losnar þú við maskara úr fötum

mbl.is/Shuji Kobayashi_Getty Images

Rétt upp hönd sem hafa misst maskarann úr höndunum og beint á skyrtuna! Það geta ekki allir verið meistarar bæði í eldhúsinu og í förðun. Þegar óhapp sem þetta hendir þig (næst) skaltu hafa þetta ráð bak við eyrað því það skiptir máli hvort maskarinn sé vatnsheldur eða ekki.

Ekki vatnsheldur maskari Settu smávegis af uppþvottalegi á blettinn og síðan flíkina í lokaðan poka. Leyfðu þessu að liggja í 24 tíma áður en þú þværð flíkina samkvæmt leiðbeiningum og bletturinn hverfur.

Vatnsheldur maskari – Hreinsað bensín (kveikjarabensín) í hreinan klút er það sem til þarf. Nuddaðu léttilega á blettinn til að ná honum aå mestu úr. Þvoðu flíkina eftir það samkvæmt leiðbeiningum.

mbl.is