Ferskasti áramótakokteillinn

mbl.is/

Við erum farin að sanka að okkur uppskriftum að góðum áramótakokteilum – ekki seinna vænna. Þessi er sáraeinfaldur í framkvæmd og frískandi. Hentar vel með forréttum þar sem til dæmis parmaskinka kemur við sögu.

Ferskasti áramótakokteillinn

  • 5 cl gin sem þér þykir gott
  • Safi úr sítrónu
  • 1-2 skvetta af sykursírópi
  • Sódavatn

Aðferð:

  1. Hellið gini, sítrónusafa og sírópi í glas fyllt af ísmolum. Fyllið upp með sódavatni.
  2. Hrærið aðeins í glasinu og skreytið með sítrónuskífu.
mbl.is