Sjáið þetta dásamlega litla kaffihús

Naïm kaffihúsið eru vel nýttir 55 fermetrar að stærð.
Naïm kaffihúsið eru vel nýttir 55 fermetrar að stærð. mbl.is/Sean Fennessy via The Stella Collective

Velkomin á litla kaffihúsið Naïm, þar sem allir fermetrar eru nýttir til hins ýtrasta. Naïm er í Brisbane og er hannað af Stella Collective´s Hana Hakim. Hér er um að ræða 55 fermetra af notalegu umhverfi þar sem þú getur slakað á yfir einum kaffibolla og einnig látið freistast í ljúffengt bakkelsi með því.

Geometrískar flísar endurspegla minningu hönnuðarins um borgina. Hér í samfloti við ljósa marmaraborðplötu sem gefur staðnum ákveðinn léttleika. Veggirnir eru svo notaðir undir grænar plöntur sem setja óneitanlega sterkan svip á rýmið.

Flísarnar eru látlausar og ólíkar, og setja mikinn svip á …
Flísarnar eru látlausar og ólíkar, og setja mikinn svip á rýmið. mbl.is/Sean Fennessy via The Stella Collective
Skemmtilegt að sjá hvernig veggirnir eru nýttir undir plöntur.
Skemmtilegt að sjá hvernig veggirnir eru nýttir undir plöntur. mbl.is/Sean Fennessy via The Stella Collective
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert