Meghan Markle bauð í mat og þetta var á boðstólnum

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex.
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex. AFP

Hún er undir mikilli smásjá þessa dagana, Meghan Markle, sem mun ala bresku konungsfjölskyldunni lítinn erfingja von bráðar. Þrátt fyrir það gefur hún sér tíma til að bjóða góðum vinum í morgunkaffi eins og henni einni er lagið.

Förðunarfræðingurinn Daniel Martin deildi mynd á Instagram-síðu sinni er hann snæddi brauð með avocado heima hjá Meghan og Harry nú á dögunum. Daniel er góðvinur hertogaynjunnar til margra ára og sá til að mynda um förðunina í brúðkaupinu.

Meghan virðist vera hrifin af avocado því hún skrifaði eitt sinn á bloggsíðuna „The Tig“ að hún hafi alist upp í Los Angeles og sé sönn Kaliforníustelpa þar sem jóga, ströndin og nokkur avocado geta læknað flestallt.

Ristað brauð með avocado, te og súkkulaði er það sem …
Ristað brauð með avocado, te og súkkulaði er það sem hertogaynjan býður upp á. mbl.is/Daniel Martin/Instagram_Getty Images
Daniel Martin deildi þessari mynd á Instagram-síðu sinni er hann …
Daniel Martin deildi þessari mynd á Instagram-síðu sinni er hann var á leið til Meghan Markle góðvinkonu sinnar. mbl.is/Daniel Martin/Instagram_Getty Images
mbl.is/Daniel Martin/Instagram_Getty Images
mbl.is