Espresso martini - drykkurinn sem klikkar aldrei

mbl.is/Linda Ben

Espresso martíní er einn af uppáhaldskokteilum Lindu Ben og undirrituð er hjartanlega sammála henni. Drykkurinn er eiginlega hinn fullkomni eftirréttur en sjálf segir Linda að í þessari uppskrift hafi hún prófað að nota kaffisíróp og hún hafi verið virkilega ánægð með útkomuna. Hefðbundin síróp virki þó jafnvel ef út í það er farið þannig að ekki láta kaffisírópsskort stöðva þig.

Heimasíðuna hennar Lindu er hægt að nálgast HÉR.

mbl.is/Linda Ben

Espresso martini-uppskrift 

Uppskrift miðast við 2 glös

  • 100 ml Vodka
  • 50 ml Galliano Vanilla
  • 2 Ristoretto Nespresso-skot
  • 25 ml síróp með kaffibragði (má nota venjulegt líka)
  • Klakar

Aðferð:

  1. Hellið upp á Ristoretto Nespresso í stóran bolla og setjið nokkra klaka ofan í bollann.
  2. Setjið klaka í glösin á meðan kokteillinn er hristur.
  3. Setjið öll innihaldsefni í kokteilhristara ásamt klökum og hristið mjög vel.
  4. Takið klakana úr glösunum og hellið kokteilnum í glösin í gegnum fínt kokteilsigti, gott að hella hratt í glösin til að ná allri froðunni.
  5. Skreytið með heilum kaffibaunum.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is