Æðislegt eldhús ofurfyrirsætu

mbl.is/Archello.com

Ofurfyrirsætan Coco Rocha tók eldhúsið sitt í gegn í húsi sínu í Westchester í New York-ríki. Útkoman er hreint út sagt æðisleg en hún og eiginmaður hennar, James Conran, sáu um alla hönnun. Markmiðið var að skapa rými sem væri í senn nútímalegt og fjölskylduvænt.

Að sögn Rocha vildi hún hafa opið rými þar sem birtan væri mikil. Efnisvalið var ákaflega mikilvægt og einfaldleikinn ráðandi. Húsið var allt tekið í gegn en það var byggt árið 1980 og bar tíðarandanum sterk merki.

Mikilvægt var að eldhúsið væri í senn fallegt og að gott væri að vinna í því. Þau völdu Silestone-borðplötur í hvítum lit sem er efni sem er bæði endingargott og viðhaldsfrítt. Með þessu móti varð útkoman bæði falleg fyrir augað og þolir mikla notkun.

Eyjan er gott selskaps- og vinnurými og aðskilur eldhúsrýmið frá stofunni. Í stofunni er hlýlegur kopar en stálið er ráðandi í eldhúsinu sjálfu; bæði krani og eldhústæki eru úr stáli.

Hjónin eru miklir Pop Art-aðdáendur og jafnframt litaglöð sem sést vel á vali þeirra á listmunum og aukahlutum. Sjálf innréttingin er úr hnotu og kemur vel út. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er skiljanlegt að hjónin séu afskaplega ánægð með útkomuna.

Heimild: Archello

mbl.is/Archello.com
mbl.is/Archello.com
mbl.is/Archello.com
mbl.is/Archello.com
mbl.is/Archello.com
mbl.is/Archello.com
Coco Rocha.
Coco Rocha. mbl.is/Archello.com
mbl.is/Archello.com
mbl.is/Archello.com
mbl.is/Archello.com
mbl.is/Archello.com
mbl.is