Matur
| mbl
| 11.2.2019
| 20:34
| Uppfært
12.2.2019
5:31
Nýjasti veitingastaður Gordon Ramsay fær slæma útreið
Hann hefur ekki einu sinni opnað. En Gordon Ramsay tilkynnti á dögunum að hann hygðist opna nýjan veitingastað í Mayfair í Lundúnum, nánar tiltekið þar sem veitingastaðurinn Maze var til húsa. Maze var einnig í eigu Ramsay en var lokað á síðasta ári eftir mikinn taprekstur.
Nýi veitingastaðurinn mun heita Lucky Cat og mun verða með ekta austurlenskan mat. Eitthvað fór þó tilkynningin og öll hugmyndin á bak við staðinn fyrir brjóstið á mörgum því það er réttilega bent á að það hljóti að teljast hæpið að opna ekta asískan stað án þess að eigandinn eða yfirkokkurinn sé af asísku bergi brotinn.
Gárungarnir hafa farið mikinn á Twitter og ljóst er að það þarf töluvert mikla heppni til að Lucky Cat komist á flug.