Ítalskir dagar í Vestmannaeyjum

Dagana 14.-16. mars verða ítalskir dagar á veitingastaðnum Einsa kalda í Vestmannaeyjum. Það er meistarakokkurinn Michele Mancini sem mun sjá um að kynna angan og bragð Toskanahéraðs þar sem hann rekur veitingastaðinn Enoteca L'olivo. Veitingastaðurinn er í eigu besta vinar Mancini, sem er ítalska knattspyrnugoðið Gianluigi Buffon.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mancini kemur til landsins, en hann kom fyrst hingað fyrir fjórum árum og heillaðist af landi og þjóð. Hann ku jafnframt vera grjótharður stuðningsmaður íslenska knattspyrnulandsliðsins, sem hann segir að fari ótæpilega í taugarnar á Buffon.

Boðið verður upp á pastanámskeið og síðan hefðbundna ítalska rétti á veitingastaðnum og ljóst er að mikil skemmtun er í vændum fyrir aðdáendur ítalskrar matarmenningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert