Lést eftir máltíð á Michelin-veitingastað

Michelin-veitingastaðnum RiFF hefur verið lokað tímabundið.
Michelin-veitingastaðnum RiFF hefur verið lokað tímabundið. mbl.is/Gastro Two

Máltíð á Michelin-veitingastað kostaði 46 ára gamla konu frá Spáni lífið. Hún heimsótti veitingastaðinn RiFF í Valencia ásamt eiginmanni sínum og syni og var látin daginn eftir. Eiginmaður hennar og sonur urðu einnig fárveikir.  

Við nánari rannsókn kom í ljós að 29 manneskjur fengu matareitrun eftir að hafa heimsótt veitingastaðinn núna um miðjan febrúar. Staðnum hefur verið lokað tímabundið á meðan frekari rannsókn stendur yfir, en búið er að taka sýni af hráefni. Eigandinn sjálfur, Bernd Knöller, harmar þessi atvik og vinnur náið með heilbrigðiseftirlitinu til að komast að því hvað fór úrskeiðis.

Veitingastaðurinn RiFF er staðsettur í Valencia á Spáni.
Veitingastaðurinn RiFF er staðsettur í Valencia á Spáni. mbl.is/RiFF
mbl.is