Andstyggilegasti staður eldhússins

Til er sá staður sem á flestum bæjum er til algjörrar óþurftar og gerir lítið annað en að vera til almennra leiðinda. Í fullkomnum heimi væri fyrir lifandis löngu búið að útrýma þessum stað en í raun getur hver sem er gert það. Það þarf bara örlitla útsjónarsemi og örlítið hugvit.

Við erum að sjálfsögðu að tala um rýmið ofna á skápum. Þetta algjörlega gagnslausa rými sem safnar bara óhreinindum. Þeir sem eru forsjálir hanna eldhúsin sín þannig að rýmið sé lokað, helst þannig að lokað sé upp í loft. 

Nauðsynlegt er að þrífa rýmið að minnsta kosti einu sinni á ári. Besta leiðin er að nota sterkt hreinsiefni sem leysir upp fitu enda safnast bæði fita og óhreinindi fyrir uppi á skápunum. Það sama gildir líka um opnar hillur. Munið að þrífa þær reglulega, annars fáið þið mögulega áfall þegar þið loksins gerið það.

Þetta eldhús í Fossvogi er algjörlega laust við að safna …
Þetta eldhús í Fossvogi er algjörlega laust við að safna ryki ofan á skápana. Árni Sæberg
Þetta fallega eldhús er með skápa sem ná alveg upp …
Þetta fallega eldhús er með skápa sem ná alveg upp í loft. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert