Stærsta páskaeggið vegur 1,35 kíló

Tugir páskaeggja á færibandi en verið er að setja páskaungana …
Tugir páskaeggja á færibandi en verið er að setja páskaungana á eggin sem eru alltaf jafn vinsæl. Ernir Eyjólfsson

Páskaeggin eru komin út í búð og úrvalið er gríðarlega gott eins og undanfarin ár. Eitthvað er um nýjungar en „hittarar“ síðustu ára eru áberandi eins og við var að búast. 

Athygli vekur XXL-eggið frá Nóa Síríus en það vegur hvorki meira né minna en 1.350 grömm og telst því stærsta eggið í ár. Eggið er rosalegt svo ekki sé fastar að orði kveðið og við ráðleggjum þeim sem fjárfesta í þessari snilld að borða það ekki allt í einu, það gæti kallað á töluverða magapínu.

XXL-eggið er engin smásmíði.
XXL-eggið er engin smásmíði. mbl.is/Nói Síríus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert