Svona gerir þú beikonið enn betra

Þessi aðferð með beikon mun fara með þig lengra en …
Þessi aðferð með beikon mun fara með þig lengra en þig grunar. mbl.is/Thecookierookie.com

Hér færðu að verða vitni að því hvernig matreiða má besta beikon á þessari jörðu – já, við leyfum okkur að taka svo stórt til orða. Sjáðu til þess að taka eitthvað frá fyrir þig áður en þú leggur beikonið á borðið því það mun hverfa ofan í mannskapinn áður en þú nærð að blikka augunum.

Ávanabindandi aðferð með beikon

  • 450 g beikon
  • 3 msk. púðursykur
  • ½ tsk. cayenne-pipar (meira ef þú vilt)
  • ½ tsk. svartur pipar

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 190°C.
  2. Klæðið bökunarplötu með álpappír og stillið grind ofan á plötuna. Úðið grindina með bökunarspreyi og leggið beikonið ofan á.
  3. Setjið í miðjan ofn og bakið í 20 mínútur. Blandið saman púðursykri, cayenne-pipar og svörtum pipar í skál.
  4. Takið beikonið úr ofninum og snúið því við. Dreifið sykurblöndunni yfir beikonsneiðarnar og setjið aftur inn í ofn í 15-20 mínútur (fylgist samt með því síðustu mínúturnar svo það brenni ekki við).
Sykurgljái er töfraþulan í þessari uppskrift.
Sykurgljái er töfraþulan í þessari uppskrift. mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is
Loka