Brie-samloka með beikoni

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Oft þarf alveg merkilega lítið til að lífið verði fullkomið. Þessi samloka er nákvæmlega eitt af því sem oft þarf til og þarf ekki meira til. Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld. Njótið vel!

Brie-samloka með beikoni

Miðað er við fjórar samlokur úr neðangreindum hráefnum

  • 1 x Dala brie-ostur
  • gróft súrdeigsbrauð
  • 1 x beikonbréf
  • klettasalat
  • tvö lítil avókadó
  • gróft salt
  • trufflusinnep eða pestó

Aðferð:

  1. Steikið beikonið í ofni þar til stökkt og leggið til hliðar.
  2. Ristið brauðsneiðarnar í samlokugrilli.
  3. Raðið samlokunni saman: Fyrst trufflusinnep eða pestó (það má líka sleppa því að hafa nokkra sósu) síðan klettasalat, avókadó, Dalabrie, beikon.
mbl.is