Hermir eftir stórstjörnum með matarmyndum

Rihanna er alltaf eitursvöl! Riley tekur lúkkið áfram með stálpott ...
Rihanna er alltaf eitursvöl! Riley tekur lúkkið áfram með stálpott á höfðinu. mbl.is/Shutterstock/Riley Dashwood

Hún er ekki nema 9 ára gömul og heitir Riley Dashwood, stelpan sem hermir eftir frægum í fréttum. Riley  er með um 100 þúsund fylgjendur á Instagram eftir að hafa birt myndir af sér þar sem hún líkir eftir klæðnaði stórstjarna á borð við Kim Kardashian, Rihanna og Miley Cyrus – þá á skoplegan máta.

Við sjáum hana taka dressið sem Emma Stone bar á Óskarsverðlaunahátíðinni, en Emma var í fatnaði frá Louis Vuitton á meðan Riley líkir eftir með vöfflum.

Foreldrar Riley eru henni til aðstoðar og segjast þau taka um eina mynd á viku og eyða frá 15-45 mínútum í hverja hugmynd. Allt var þetta til gamans gert í upphafi sem svo vatt heldur betur upp á sig í vinsældum.

Þessi mynd af Kim er frá árinu 2016 en dressið ...
Þessi mynd af Kim er frá árinu 2016 en dressið dettur aldrei úr tísku. Riley fer hér aðra leið með álpappír við hönd. mbl.is/Shutterstock/Riley Dashwood
Emma Stone hér í fatnaði frá Louis Vuitton á óskarsverðlaunahátíðinni. ...
Emma Stone hér í fatnaði frá Louis Vuitton á óskarsverðlaunahátíðinni. Riley er hér í samskonar dressi búið til úr vöfflum. mbl.is/Shutterstock/Riley Dashwood
Árið 2011 birtist Nicki Minaj með þessa hárkollu á uppboð. ...
Árið 2011 birtist Nicki Minaj með þessa hárkollu á uppboð. Brokkolí og blómkál var undirstaðan að kollunni hennar Riley. mbl.is/Shutterstock/Riley Dashwood
Zendaya í rauðum sportgalla, brúnum jakka og hvítum háhæluðum skóm ...
Zendaya í rauðum sportgalla, brúnum jakka og hvítum háhæluðum skóm á Michael Kors sýningu á New York Fashion Week. Og Riley hér sem pulsa í hvítum sokkum. mbl.is/Shutterstock/Riley Dashwood
Hér notar Riley brauðhleifa sem magavöðva til að herma eftir ...
Hér notar Riley brauðhleifa sem magavöðva til að herma eftir fitness bloggaranum Julian Daigre. mbl.is/Shutterstock/Riley Dashwood
Klósettpappírútfærsla á dressi Sabrinu Carpenter.
Klósettpappírútfærsla á dressi Sabrinu Carpenter. mbl.is/Shutterstock/Riley Dashwood
Ashanti hér í jakka einum saman - og Riley í ...
Ashanti hér í jakka einum saman - og Riley í pappakassa einum saman. mbl.is/Shutterstock/Riley Dashwood
Joy Villa er lítið þekkt söngkona sem klæddist þessu dressi ...
Joy Villa er lítið þekkt söngkona sem klæddist þessu dressi á Grammy verðlaununum árið 2019 en Riley tekur rifjárnið á þetta. mbl.is/Shutterstock/Riley Dashwood
mbl.is