Döðlupítsan slær í gegn

Ég er eigandi bæði að Flatbökunni og Indican,“ segir Guðmundur …
Ég er eigandi bæði að Flatbökunni og Indican,“ segir Guðmundur Gunnlaugsson sem er á hlaupum þegar blaðamann ber að garði. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Ég er eigandi bæði að Flatbökunni og Indican,“ segir Guðmundur Gunnlaugsson sem er á hlaupum þegar blaðamann ber að garði. Hann segir nóg að gera síðan þeir opnuðu.

„Flatbakan er líka í Bæjarlind í Kópavogi en við vorum einna fyrstir með súrdeigspítsur. Svo erum við ansi nýjungagjarnir og erum með óhefðbundin álegg. Mörgum finnst skrítið að setja döðlur á pítsur en það er ein vinsælasta pítsan.“

Döðluflatbakan 

  • uppáhalds pítsabotninn þinn (hægt að kaupa súrdeig af okkur í Bæjarlindinni)
  • pítsasósa
  • pítsaostur
  • pepperoni
  • beikon, skorið í bita
  • döðlur, skornar í bita
  • rauðlaukur, skorinn fínt
  • rjómaostur, eftir smekk
  • svartur pipar

Fyrir þá sem vilja búa til sína eigin pítsasósu gefur Guðmundur þessa uppskrift:

  • 2 matskeiðar olía/ólífuolía
  • 1 stór laukur, grófsaxaður
  • 2-3 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 1 teskeið grófmalaður svartur pipar (má sleppa)
  • 500 ml af vel maukuðum tómötum (tomato passata)

Steikið lauk í olíu þar til laukurinn er orðinn glær og mjúkur. Bætið hvítlauk og svörtum pipar út á pönnuna og steikið í 2 mín.

Hægt að bæta tómatpúrre til að þykkja. Bætið sósum við og náið upp suðu. Setjið svo á lágan hita í 10 mín.

Bætið við salti og basilíku eftir smekk meðan sósan jafnar sig á lágum hita.

Til að búa til pítsuna:

Fletjið deigið út í góðan hring. Dreifið úr pítsasósunni jafnt yfir. Raðið áleggi á pítsuna. Bakið í funheitum ofni þar til tilbúin.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

- - -

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert