Enn stækkar vörulína Örnu

mbl.is/Arna

Þau gleðitíðindi berast að Arna sé komin með nýjan laktósafría mozzarella ost á markað. Um er að ræða rifinn ost sem kemur í þremur útgáfum; með pipar, hvítlauk eða hreinn.

Ljóst er það þetta er mikill hvalreki fyrir neytendur þar sem um er að ræða nýjung sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. 

Arna hefur verið leiðandi í framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum og hafa vörur fyrirtækisins sem stofnað af Hálfdáni Óskarssyni, mjólkurfræðingi og fjölskyldu hans, notið mikilla vinsælda meðal neytaenda. Hefur vörulína þeirra farið sístækkandi undanfarin ár og breytt miklu fyrir fólk með laktósaóþol og velunnara þeirra. 

mbl.is