Kolkrabbi réðst á bloggara sem ætlaði að éta hann

mbl.is/skjáskot

Þetta er með rökréttari fréttum sem skrifaðar hafa verið en kolkrabbi nokkur var ekki á eitt sáttur við meðferðina á sér þegar kínverski vloggarinn - eða vídeó-bloggarinn Seaside girl Little Seven hugðist éta hann í beinni.

Úr varð grimmileg barátta milli þeirra tveggja sem endar með því að stúlkan nær að rífa sig lausa og lofar að éta kolkrabbann í næsta þætti.

Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim en mesta gagnrýni hefur stúlkan þó fengið í heimalandinu Kína sem verður að teljast áhugavert þar sem Kínverjar kalla nú ekki allt ömmu sína þegar kemur að fjölbreyttu mataræði.

mbl.is/skjáskot
mbl.is