Spennandi nýjungar hjá Te & Kaffi

mbl.is/aðsend mynd

Með hækkandi sól koma sumardrykkirnir með látum á kaffihús Te & Kaffi. Að þessu sinni eru tveir nýir drykkir, Appolo frappó með fylltum hjúplakkrís og Töfrate, stokkrósaríste, ofurhollur tedrykkur kynntir til sögunnar.

Appolo frappó er tvöfaldur espressó með mjólk og fylltum hjúplakkrís. Toppaður þeyttum rjóma og súkkulaðisósu. Töfrate er stokkrósaríste, með ferskri sítrónu, ætiblómi, engifer, cayenne og klökum. Stokkrósarte, einnig þekkt sem hibiscus, er afar C-vítamínríkt
og vatnslosandi svo fátt eitt sé nefnt. 
Heilsufarsleg áhrif stokkrósarinnar eru margvísleg og kom því ekki annað til greina að nefna drykkinn eftir sannkölluðum töfrum, að því að fram kemur í fréttatilkynningu.
mbl.is/aðsend mynd
mbl.is