Svona færðu toppeinkunn fyrir eldhúsþrif

Það þarf ekki mikið til að ná eldhúsvaskinum skínandi hreinum.
Það þarf ekki mikið til að ná eldhúsvaskinum skínandi hreinum. mbl.is/wildoats.com

Kannastu við að hafa þrifið eldhúsið hátt og lágt og jafnvel vaskinn líka, en samt er eins og eitthvað vanti? Stálvaskar eiga það til að taka allan glansinn af nýþvegnu eldhúsi þó að við höfum þrifið þá eftir kúnstarinnar reglum samkvæmt leiðbeiningum sem standa á fínustu hreinsiefnunum.

Til að ná 5-stjörnu útliti vasksins þarf lítið til. Eftir að þú hefur þrifið hann eins vel og hugsast getur dregur þú fram barnaolíu og setur nokkra dropa í þurran hreinan klút. Þurrkaðu vaskinn að innan með klútnum og hann mun líta út eins og nýr.

Ef þú ert með viftu eða háf úr stáli er tilvalið að strjúka yfir hann líka og eldhúsið verður eins glæst og mögulegt er.

mbl.is