Meistarakokkur léttist um 15 kíló á einfaldan hátt

mbl.is/Instagram og Food Network

Meistarakokkurinn Scott Conant ætti að vera mörgum kunnugur úr þáttunum Chopped en hann tók nýverið til í mataræðinu og árangurinn lét ekki á sér standa.

Hann byrjaði á að taka út allt hveiti sem og erfðabreyttar matvörur. Hann lét áfengi einnig eiga sig og þannig fóru fyrstu 8 kílóin - einungis á tveimur vikum.

Í kjölfarið ákvað hann að byrja að hreyfa sig og borða einungis frá hádegi fram að kvöldmat eða hið svokallaða 17/7.

Við það fóru næstu sjö kíló og í dag segir hann að sér líði umtalsvert betur í eigin líkama. Hann sé léttari á sér, fötin passi betur og sér líði miklu betur í alla staði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert