Grillað grænmetismeðlæti með myntusalsa

Grillað grænt og gott.
Grillað grænt og gott. mbl.is/Spisbedre.dk

Grillað grænmeti getur verið hinn fullkomni forréttur, léttur réttur eða sem meðlæti, því það hentar við öll tækifæri. Hér er kúrbítur og aspas sett á grillið og borið fram með ómótstæðulegu myntusalsa sem gefur nýja upplifun fyrir bragðlaukana.

Grillað grænmetismeðlæti með myntusalsa

  • 4 kúrbítar
  • 2 búnt af grænum aspas
  • 2 msk ólífuolía
  • Salt og pipar

Myntusalsa:

  • Fersk mynta
  • Sítróna
  • 100 g heslihnetur
  • 1 dl ólífuolía
  • Salt

Aðferð:

  1. Rífið ysta lagið á sítrónu með rifjárni.
  2. Plokkið blöðin af myntustilkunum og setjið í matvinnsluvél ásamt heslihnetum, rifnum sítrónuberki, ólíufolíu og smávegis af salti.
  3. Blandið vel saman og smakkið til með salti og jafnvel meiri sítrónuberki. Setjið í skál.
  4. Skolið kúrbítinn og aspasinn í köldu vatni og látið drippa af. Brjótið neðsta partinn af aspasinum og skerið aspasinn og kúrbítinn í grófa bita.
  5. Veltið öllu grænmetinu upp úr ólífuolíu og steikið á heitu grilli í 2 mínútur á hvorri hlið.
  6. Takið af grillinu og veltið upp úr ólífuolíu, salti og pipar.
  7. Berið grænmetið fram með myntusalsa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert