Nýjar Moomin-vörur væntanlegar

Upprunalegu Moomin-sögur Tove Jansson eru komnar í nýjan búning í nýrri teiknimyndaseríu sem framleidd verður í þrívídd. Myndaserían ber nafnið Moomin Valley og verður Múmínsnáðinn í aðalhlutverki. Af því tilefni mun Arabia gefa út sérstaka línu af krúsum sem byggir á atriðum þáttanna. Krúsirnar munu heita: Last Dragon, Golden Tale, Night of the Groke og Midwinter.

Krúsirnar verða fáanlegar á Íslandi frá 1. ágúst 2019.

Múmínsnáði með aðalhlutverkið í nýrri teiknimyndaseríu

Nýja Moomin-teiknimyndaserían er framleidd af Gutsy Animation þar sem Múmínsnáðinn og Múmínfjölskyldan eru í aðalhlutverki. Múmínsögur Tove Jansson verða vaktar til lífsins og færðar fram í tímann en serían verður í þrívídd. Var því vel við hæfi að færa þetta í veraldlegan heim og mun Arabia framleiða krúsir í anda Moomin Valley. Með fyrstu seríunni koma fjórar krúsir þar sem Múmínsnáðinn er í aðalhlutverki.


Moomin-sögur fyrir nýjar kynslóðir

Þrívíddarserían er byggð á upprunalegum teikningum Tove og Lars Jansson. Reynt er að víkja ekki mikið frá upprunalegu teikningunum en í teiknimyndaseríunni er notast mikið við ljós og skugga til að ýta undir fallegar teikningar og skapa ævintýralega stemningu í Moomin Valley.  
Þessi nýja leið til að segja sögur, þrívíddarformið, færir sögurnar á nýtt stig og bætir við nýjum víddum í persónuleika Múmínálfanna.

„Við trúum því að serían laði að sér nýjan hóp áhorfenda, sérstaklega meðal barna og ungs fólks sem eru vön slíkum teiknimyndaseríum,“ segir Nora Haatainen frá Fiskars.

Múmínsnáðinn, sem er aðalpersóna þáttanna og prýðir krúsirnar frá Arabiu, er forvitinn og áhugasamur um allt og alla. Hann tekur eftir skrítnum fótsporum í skóginum og ákveður að elta þau. Hann rekst á Morra og vafrar um í Múmíndalnum, týndur undir snjónum. Forvitni Múmínsnáðans leiðir hann á vit ævintýranna þar sem hann upplifir vináttu, hugrekki og umburðarlyndi.

Að yfirfæra hreyfimyndir krefst mikillar vinnu.

Teikningar frá teiknimyndaseríunni eru ekki beint hentugar á yfirborð keramiks. Þetta þýðir að yfirfærslan og endurgerð myndskreytinganna krefst mikillar fagmennsku, undirbúnings og þekkingar á hráefninu og litasamsetningu.  

Hreyfimyndirnar eru rastaðar – sem þýðir að ólíkum litatónum er breytt í rastapunkta í mismunandi stærðum. Með þessum hætti er hægt að prenta myndina á yfirborð krúsarinnar. Krúsin er svo meðhöndluð í ákveðinni eldtækni þar sem myndin bráðnar í gljáa sem er um 1.200°C heitur. Þetta tryggir gæði keramiksins.

Moomin Valley-serían frá Arabiu er fánleg á Íslandi frá 1. ágúst og verða vörurnar sérmerktar með stimpli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert