Meðlætið sem tryllir mannskapinn

mbl.is/

Hver elskar ekki dásamlegt meðlæti? Sérstaklega þegar það er löðrandi í osti en samt syndsamlega hollt og fram úr hófi bragðgott.

Blómkáls- og brokkolígratín sem bræðir hjörtu

(fyrir 3-4)

  • 1 stk brokkolí
  • 1 stk lítill blómkálshaus
  • 200 gr nett pasta (t.d. makkarónur)
  • 100 g sveppir
  • 1 stk lítill laukur
  • 2 msk. smjör
  • 1 pakki Blómkáls- og brokkolísúpa frá TORO
  • 4 dl vatn
  • 4 dl mjólk
  • 2 stk egg
  • 100 g rifinn ostur


Aðferð:

1. Skiptið blómkálinu og brokkolíinu niður í litla knúppa. Sjóðið í 5-7 mínútur í léttsöltuðu vatni, takið upp úr og leggið til hliðar.

2.  Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka eða þar til það er „al dente“.
Ef notað er ferskt pasta þarf ekki að sjóða það áður en það er sett í eldfasta mótið.

3. Saxið laukinn og skerið sveppina sneiðar. Léttsteikið upp úr smjöri á pönnu.

4. Hellið mjólkinni, vatninu og innihaldi súpupakkans í pott og hrærið vel. Fáið suðuna upp og látið sjóða á vægum hita á meðan hrært er í pottinum í nokkrar mínútur. Pískið eggin í skál og bætið út pottinn í ásamt steikta grænmetinu, pastanu, blómkálinu og brokkolíinu. Einnig er gott að bæta við niðurskorinni skinku eða steiktu beikoni. Hrærið til að blanda öllu saman. Saltið og piprið eftir smekk.

5. Hellið innihaldi pottsins í eldfast mót og stráið rifna ostinum yfir. Bakið í miðjum ofni við 200°C í 25-30 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert