Drottningin auglýsir eftir matreiðslumanni

Hver væri ekki til í að spæla egg handa hennar …
Hver væri ekki til í að spæla egg handa hennar hátign Elísabetu Englandsdrottningu? mbl.is/Instagram

Langar þig að vinna í Buckingham-höll? Hefur þig alltaf dreymt um að baka skonsur handa drottningunni eða hertogahjónunum? Lúrir í þér lítill royalisti sem þráir ekkert heitar en að hanga með hábornum? Þá er um að gera að sækja um því verið er að leita að matreiðslumanni til starfa.

Árslaunin nema um 3,5 milljónum króna á ári sem gera 291 þúsund á mánuði. Auk þess sem viðkomandi fær 33 orlofsdaga á ári. Að auki er fullt fæði og húsnæði í Buckingham-höll en þá munu launin lækka eitthvað.

Hægt er að sækja um HÉR og gangi ykkur vel! Umsóknarfrestur er til 28. júlí.

Meghan Markle og Harry Bretaprins.
Meghan Markle og Harry Bretaprins. AFP
mbl.is