Kynntust í Costco og eru gift í dag

Ást i Costco!
Ást i Costco! mbl.is/Facebook

Fólk kynnist á ótrúlegustu stöðum og margir ákveða að heiðra þann stað með fallegri myndatöku en sjálfsagt hafa fáir sem kynntust í Costco ákveðið að taka brúðarmyndirnar þar.

Þau Jessica og Brandon kynntust einmitt í Costco þegar Jessica var að vandræðast yfir því af hverju Mac´n´cheese væri ekki heilsusamlegri réttur. Heyrði Brandon tal hennar og sagðist sammála.

Þau urðu ástfangin, giftu sig og ákváðu að heiðra staðinn sem þau kynntust með myndatöku.

Útkoman er frábær og skemmtileg!

Mætt á Mac´n´Cheese ganginn.
Mætt á Mac´n´Cheese ganginn. mbl.is/Facebook
mbl.is