Stórtíðindi varðandi plastnotkun á banönum

Matvörum er nú pakkað inn í bananalauf til að sporna …
Matvörum er nú pakkað inn í bananalauf til að sporna við plastnotkun. mbl.is/Pixbay

Glimrandi góð tíðindi voru að berast frá Asíu, hvað varðar plastnotkun og endurnýtingu.

Stórmarkaðir í Víetnam hafa nú tekið upp sömu siði og tíðkast í Taílandi – að pakka banönum, aspas og öðrum ávöxtum inn í bananalauf í stað plasts. Talsmaður fyrirtækisins Lotte Mart sagði í viðtali nú á dögunum að innpökkunin væri öll á reynslustigi en vonandi áður en langt um líður verður hægt að senda allan varning úr landi með slíkum hætti.

En það eru ekki einungis ávextir og grænmeti sem fara í bananalaufin, því fersku kjöti er einnig pakkað í slíkt.

Viðbrögð almennings við þessum nýju pakkningum hafa ekki látið á sér standa og vilja menn meina að vörurnar verði enn þá girnilegri og söluvænni við að liggja ekki umvafðar plasti. Aðrir segja að þetta muni klárlega vekja fólk til umhugsunar og það verði meira vart um umhverfið sitt.

Nýlega var því haldið fram að um 2.500 tonnum af plasti sé fargað daglega í Víetnam en landið er fjórða í röðinni hvað varðar mestan plastúrgang sem fer í sjóinn.

mbl.is/Facebook/perfecthomes
mbl.is/Pixbay
Óhugnanlega miklu plasti og rusli er hent daglega í Víetnam.
Óhugnanlega miklu plasti og rusli er hent daglega í Víetnam. mbl.is/Pixabay/Ben Kerckx
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert