Búið að velja besta ísinn

Gómsætur og girnilegur ís.
Gómsætur og girnilegur ís. Ljósmynd/Istock

Í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 hefur undanfarið farið fram kosning um besta ísinn hér á landi. Margir hafa verið kallaðir til og ljóst er að ísinn er landanum mikið hjartans mál. 

Það var ísbúðin Valdís sem bar sigur úr býtum en fast á hæla hennar fylgdu ísbúðir á borð við Huppu, Bubblís, Ísbúð Vesturbæjar og Brynjuís á Akureyri. 

mbl.is/Mainlifestyle.dk
mbl.is