Einn svakalegasti veitingastaður heims er í Noregi

Hversu magnað er að hanna veitingastað í klettasyllu úti í …
Hversu magnað er að hanna veitingastað í klettasyllu úti í sjó? mbl.is/© Inger Marie Grini og PR

Súrrealískt! Það er líklegast eina orðið sem hægt er að segja við heimsókn á fyrsta neðansjávarveitingarstað Evrópu.

Staðurinn ber nafnið „Under på Lindesnes“ og er staðsettur í Noregi. Snøhetta sá um hönnunina og gerðu það listavel eins og þeim einum er lagið. Sannkölluð neðansjávarperla á klettkanti á syðsta punkti Noregs.

Veitingastaðurinn rís upp úr sjónum, rétt eins og honum hafi verið skolað á land og nær hann 5 metra undir sjávarmál á meðan byggingin sjálf er um 34 metra löng. Það var fullbókað á staðinn ári áður en staðurinn opnaði og boðið er upp á 18 rétta matseðil. Myndir af staðnum flogið út um alla heimsins á fréttamiðla og fær mikið lof.

Staðurinn tekur um 40 manns í sæti og er það stjörnukokkurinn Nicolai Ellitsgaard sem matreiðir ofan í gestina og á ekki langt að sækja hráefnið – en stór gluggi er á staðnum þar sem fylgjast má með litríku sjávarlífinu á meðan borðað er.

Öll húsgögnin eru einnig hönnuð af Snøhetta og er þar stóllinn Hamran í aðalhlutverki – sem kemur inn með hlýjan við á móti kaldri steypunni og sjónum.

Það er nánast eins og steypuklump hafi rekið að landi.
Það er nánast eins og steypuklump hafi rekið að landi. mbl.is/© Inger Marie Grini og PR
mbl.is/© Inger Marie Grini og PR
mbl.is/© Inger Marie Grini og PR
Allir innanstokksmunir voru hannaðir af Snøhetta.
Allir innanstokksmunir voru hannaðir af Snøhetta. mbl.is/© Inger Marie Grini og PR
mbl.is/© Inger Marie Grini og PR
mbl.is/© Inger Marie Grini og PR
mbl.is/© Inger Marie Grini og PR
mbl.is/© Inger Marie Grini og PR
mbl.is/© Inger Marie Grini og PR
mbl.is/© Inger Marie Grini og PR
mbl.is