Guðdómlegt alvöru epla- og bláberjapæ

mbl.is/Eva Laufey

Það er fátt dásamlegra en nýbakað eplapæ með annaðhvort ís eða rjóma. Hér er heimatilbúin uppskrift að epla- og bláberjapæ úr smiðju Evu Laufeyjar. Það þýðir gott fólk að þessi uppskrift getur hreinlega ekki klikkað. 

Matarbloggið hennar Evu er hægt að nálgast HÉR.

Guðdómlegt epla- og bláberjacrumble

  • 7 græn epli
  • 2 tsk. kanill
  • 3 msk. sykur
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 70 g súkkulaði
Mylsna:
  • 100 g hveiti
  • 100 g smjör
  • 100 g sykur
  • 60 g haframjöl

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka.
  3. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í eldfast mót.
  4. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin.
  5. Saxið súkkulaði og dreifið yfir eplin.
  6. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Blandið hveiti, sykri, smjöri og haframjöli saman í skál og blandið með höndunum.
  7. Dreifið yfir eplin og bakið í ofni við 180°C í 35-40 mínútur.
  8. Berið fram með vanilluís og karamellusósu.

Söltuð karamellusósa

  • 150 g sykur
  • 4 msk. smjör
  • 1 dl rjómi
  • sjávarsalt á hnífsoddi

Aðferð:

  1. Bræðið sykur á pönnu við vægan hita, best að hafa alls ekki háan hita og fara hægt af stað.
  2. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum.
  3. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er orðin þykk og fín.
  4. Í lokin bætið þið saltinu saman við.
  5. Setjið í krukku og leyfið að kólna svolítið áður en þið berið hana fram.
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert