Simon Cowell allt annar eftir að hann breytti um mataræði

Simon Cowell
Simon Cowell ANDREW COWIE

Simon Cowell tók heldur betur til í mataræðinu eftir að læknar sögðu honum að hann væri hreint ekki eins vel á sig kominn og hann hafði haldið.

Læknarnir skipuðu honum að taka úr allt kjöt, glúten og mjólkurvörur auk þess að draga verulega úr áfengisneyslu. Fyrir vikið ákvað Cowell að prófa að vera vegan og nú, ári síðar, hefur hann stórbætt heilsu sína og lést um tæp tíu kíló.

Föðurhlutverkið hefur gefið Simon Cowell nýja sín á lífið.
Föðurhlutverkið hefur gefið Simon Cowell nýja sín á lífið. Ljósmynd/Instagram
mbl.is