Borgaði reikninginn fyrir Katy Perry og Orlando Bloom

Orlando Bloom og Katy Perry.
Orlando Bloom og Katy Perry. AFP

Stórstjörnur eiga það til að vera ótrúlega indælt fólk og þessi saga er gott dæmi um það. Katy Perry fór út að borða ásamt Orlando Bloom og átta ára syni hans á dögunum.

Það væri almennt ekki í frásögur færandi nema þegar þau ætluðu að borga reikninginn var þeim tjáð að engin önnur en Arianna Grande hefði þegar greitt hann.

Perry deildi sögunni í útvarpsviðtali sem má finna hér að neðan og var að vonum ánægð með hversu ótrúlega örlát og indæl ungfrú Grande er.

Poppgyðjan knáa Ariana Grande er ótrúlega örlát og indæl.
Poppgyðjan knáa Ariana Grande er ótrúlega örlát og indæl. AFP
mbl.is