Fimm milljón vatnsbrúsar innkallaðir

Brúsarnir sem um ræðir eru með svörtum stút og loki.
Brúsarnir sem um ræðir eru með svörtum stút og loki. mbl.is/Contigo

Vatnsbrúsaframleiðandinn Contigo hefur innkallað yfir fimm milljjón vatnsbrúsa eftir að í ljós kom að ungum börnum stafar hætta af notkun þeirra. 

Það er stúturinn á brúsanum sem talinn er hættulegur en sérfræðingar hafa metið það sem svo að af þeim stafi köfnunarhætta. Yfir 149 tilkynningar hafa borist þar sem stúturinn, sem gerður er úr silikoni, hefur losnað frá flöskunn. Átján tilkynningar hafa borist þar sem stúturinn endaði í munni barns og litlu mátti mun að illa færi. 

Búast má við að töluverður fjöldi flaska frá fyrirtækinu séu í umferð hér á landi en meðal stærstu seljenda þeirra á heimsvísu eru Amazon, Costco og Walmart. 

Ekki er þó um alla brúsa frá fyrirtækinu að ræða heldur einungis þeir sem merktir eru “Contigo Kids Cleanable” og eru með svörtum stút og loki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert