Lausnin gegn andfýlu fundin

Thinkstock

Það er fátt andstyggilegra en andfýla og flest gerum við okkar besta til að koma í veg fyrir hana en oft virðist fátt duga.

Nú horfir hins vegar til betri vegar því farið er að nota sink í þessum tilgangi en það kemur í veg fyrir að bakteríur bindist yfirborði prótína og losi brennisteinsgas sem veldur andremmu. 

Þegar er hægt að fá slíkt tannkrem hér á landi en samkvæmt óformlegri úttekt Matarvefsins er Jordan eini framleiðandinn sem býður upp á það. Að auki inniheldur tannkremið frá Jordan einnig flúor, xylitol og alls konar annað góðgæti fyrir tennurnar sem þykir almennt til háborinnar fyrirmyndar. Við rákum augun einnig í að það er parabenfrítt, sem ber að fagna.

Þar höfum við það gott fólk. Tannkrem með sinki  og svo auðvitað að bursta tennurnar oft og reglulega, nota góðan tannbursta (ekki of harðan) og nota tannþráð!

Gott tannkrem skiptir góðu máli...
Gott tannkrem skiptir góðu máli... mbl.is/
mbl.is