Nigella Lawson gerir allt vitlaust

Nigella Lawson
Nigella Lawson FACUNDO ARRIZABALAGA

Stóru málin, krakkar mínir! Er Aperol Spritz algjörlega málið eða er þetta ómerkilegur drykkur sem á ekki skilið þær vinsældir sem hann nýtur?

Í grein New York Times um málið var Aperol Spritz úrskurðaður fremur óspennandi drykkur og eins og þið getið ímyndað ykkur varð allt vitlaust á samfélagsmiðlum.

Hin eina sanna Nigella Lawson ákvað að taka undir með New York Times og sagðist hreint ekki skilja af hverju einhver kysi að fá sér drykkinn fremur en góðan Campari-drykk.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og skiptast menn nú í tvær fylkingar út af þessu hitamáli. En hvað finnst ykkur? Er Aperol Spritz æði eða ógeð? Það er spurningin...

mbl.is/skjáskot Twitter
mbl.is