Geggjaður kjúklingaréttur sem slær í gegn

Alveg geggjaður tai-kjúlli með stökkum kasjúhnetum.
Alveg geggjaður tai-kjúlli með stökkum kasjúhnetum. mbl.is/Colourbox

Þegar veðrið er ekki upp á marga fiska er gott að ylja sér yfir kjúklingarétti sem gleður bragðlaukana. Hér er tai-kjúlli í sinni bestu útgáfu með stökkum kasjúhnetum. Gjörið svo vel!

Besti tai-kjúllinn með kasjúhnetum

 • 2 litlir laukar
 • 2 vorlaukar
 • 400 g kjúklingabringur frá Ali
 • 3 msk. sólblómaolía
 • 80 g kasjúhnetur
 • 3 stór hvítlauksrif
 • 2 msk. þurrkaðar chiliflögur
 • hrísgrjón (ef vill)

Sósa:

 • 2 tsk. sojasósa
 • 2 msk. teriyaki sósa
 • 2 msk. fiskisósa
 • 2 msk. púðursykur
 • 2 msk. vatn

Aðferð:

 1. Skerið laukana gróflega.
 2. Skerið kjúklinginn í þunnar langar skífur. Ristið kasjúhneturnar upp úr olíu á pönnu, annaðhvort wok-pönnu eða stórri pönnu. Takið hneturnar upp með töng og leggið þær á pappír og leyfið olíunni að leka af. Leyfið olíunni að liggja áfram á pönnunni.
 3. Steikið laukana upp úr olíunni og pressið hvítlaukinn út á pönnuna ásamt chiliflögunum – veltið saman í sirka 2 mínútur þar til það byrjar að ilma af chili.
 4. Bætið kjúklingnum út á pönnuna og steikið áfram í 4-5 mínútur þar til kjötið er gegnumsteikt. Bætið þá kasjúhnetunum saman við ásamt sósunni. Því næst kemur vorlaukurinn og pannan er tekin af hitanum.  
 5. Sósa: Hrærið öllum hráefnunum saman í skál og látið standa í smá stund.
 6. Berið réttinn fram með steiktum hrísgrjónum eða núðlum. 
mbl.is/Colourbox
mbl.is