Grænmetisútgáfa af spaghetti bolognese

Einn af þessum réttum sem þú mátt alls ekki láta …
Einn af þessum réttum sem þú mátt alls ekki láta fram hjá þér fara. mbl.is/alt.dk_Tia Borgsmidt

Hinn sívinsæli réttur, spaghetti bolognese er hér kynntur til leiks í grænmetisútgáfu – því ekkert kjöt þvælist fyrir. Bragðgóð sósan mun engan svíkja í þessu tilviki og stenst allar kröfur hjá þeim sem hafa skoðanir.

Grænmetisútgáfa af spaghetti bolognese

 • 1 laukur
 • 200 g sellerí
 • 3 gulrætur
 • 1 dl kjúklingabaunir
 • 2 stór hvítlauksrif
 • 2-3 msk. ólífuolía
 • 1 dl hakkaðir tómatar
 • 3 msk. tómatpúrra
 • 2 tsk. þurrkað oregano
 • 2 dl kraftur
 • salt og pipar
 • 300 g spaghettí

Aðferð:

 1. Saxið lauk, sellerí og gulrætur smátt, jafnvel í matvinnsluvél ásamt kjúklingabaunum. Bætið smátt söxuðum hvítlauk út í og veltið blöndunni síðan upp úr ólífuolíu á pönnu.
 2. Bætið hökkuðu tómötunum, púrru, oregano og krafti út á pönnuna. Látið sósuna malla í 30 mínútur undir loki. Smakkið til með salti og pipar.
 3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
 4. Veltið pastanu upp úr sósunni og berið strax fram.
 5. Skreytið jafnvel með ferskri basiliku og nýrifnum parmesan osti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert