Opna fimmta veitingastaðinn

Herborg Hjelm.
Herborg Hjelm. mbl.is/Ásdís

Þær fregnir bárust á dögunum að Jómfrúin hygðist loka á Hlemmi Mathöll. Það er vissulega skarð fyrir skildi en góðu tíðindin eru að Her­borg Svana Hjelm og Birg­ir Rafn Reyn­is­son hafa keypt plássið og þar eru engir aukvisar á ferð. Herborg og Birgir  fullreyndir rekstraraðilar sem þegar eru með rekstur í Mathöllunum í Kringlunni og úti á Granda.

Herborg og Birgir reka alls fjóra veitingastaði sem sérhæfa sig í götubita. Það er Fjárhúsið sem sérhæfir sig í mat úr íslensku sauðkindinni og þykir afar vel heppnaður. Fjárhúsið er að finna bæði úti á Granda og í Kringlunni. Að auki eru þau með tvo aðra staði úti á Granda; Hænsnakofann og Frystihúsið.

Í samtali við Matarvef mbl.is staðfesti Birgir að þau hefðu tekið plássið og að planið væri að opna splunkunýjan stað sem yrði í hollari kantinum. Ljóst er að Herborg og Birgir eru að verða stórtæk í Mathöllunum og spennandi verður að sjá hvað þau bjóða upp á næst.

Birgir Reynisson og Herborg Hjelm.
Birgir Reynisson og Herborg Hjelm. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert