Ertu að borða of mikið?

Af hverju verðum við svo oft hömlulaus þegar kemur að …
Af hverju verðum við svo oft hömlulaus þegar kemur að mat og borðum yfir okkur? mbl.is/Colourbox

Er græðgin að fara með þig? Borðar þú yfirleitt meira en maginn þolir og færð heiftarlegt samviskubit að lokum? Sama hversu mikið við endum á að láta ofan í okkur – þá megum við alls ekki brjóta okkur niður fyrir það. Það kemur dagur eftir þennan dag. Hér eru nokkrir punktar sem vert er að fara eftir til að sporna við ofáti.

Ekkert upp á borðunum: Geymdu alla snakkpoka og aðrar freistingar utan seilingar svo að teigir þig ekki í nammipokann áður en að kvöldmat kemur.

Nægur svefn: Það er talað um að þeir sem sofa minna en 7-8 tíma á nóttu séu líklegri til að vera svangari daginn eftir.

Ekki verða „hangry“: Eða „hunger + angry“. Vertu alltaf með ristaðar kjúklingabaunir, hnetur, hummus eða annað sem er ríkt af próteinum við höndina.

Talaðu við sjálfan þig: Næst þegar þú finnur fyrir hungri skaltu spyrja sjalfan þig hversu svangur ertu í raun og veru? Ertu að fara næla þér í lítinn bita, léttan rétt eða heila máltíð?

Drekktu vatn: Við eigum til að rugla saman hungri og þorsta. Við getum ekki lifað af 3 daga án vatns en við getum lifað af 3 vikur án matar. Fáðu þér næst vatnsglas ef þú ert að trappa þig niður í áti.

Borðaðu í núinu: Slökktu á sjónvarpinu, legðu frá þér símann og fókusaðu á matinn þinn. Þú munt öðlast allt aðra sýn á matnum sem þú leggur þér til munns. Finnur jafnvel annað bragð og áferð en áður.

Reyndu að koma próteinum og trefjum inn í máltíðirnar þínar: Þessi tvö næringarefni hjálpa maganum að finnast hann vera fyrr saddur.

Notaðu minni disk: Sumar rannsóknir hafa sýnt fram á að því stærri diska og glös sem við notum, því meira magn látum við ofan í okkur.

Taktu fyrst bita af grænmetinu: Segjum að þú sért staddur/stödd í partíi. Byrjaðu á því að fá þér niðurskorið grænmeti áður en þú dettur í osta og ídýfur.

Borðaðu rólega: Það tekur tíma fyrir magann að sleppa hormónum lausum sem láta heilann vita að þú sért búinn að borða nóg. Borðaðu rólega og taktu jafnvel smá pásur inn á milli til að leyfa maganum að vinna.

Pakksödd!
Pakksödd! mbl.is/Colourbox
mbl.is