Vöfflur sem koma verulega á óvart

Grænar og gómsætar með öllu því meðlæti sem hugurinn girnist.
Grænar og gómsætar með öllu því meðlæti sem hugurinn girnist. mbl.is/David Frenkiel

Grænmetisréttir eru dásamlegir, sérstaklega þegar hugmyndaflugið hleypir manni áfram með samsetningar á hráefnum.

Hér er uppskrift úr bókinni „Little Green Kitchen“ sem er frábær fyrir fjölskyldur með börn. Þessi uppskrift er að vöfflum með spínati og kotasælu sem er ómótstæðilega gott.

Grænar hollustuvöfflur (6 stk.)

  • 4 egg
  • 1 stór banani, saxaður gróflega
  • 2 handfyllir spínat, saxað gróflega
  • 125 g möndlumjöl
  • 125 g kotasæla
  • ½ tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • Kókosolía eða smjör

Aðferð:

  1. Sláið eggin út og setjið í blandara ásamt restinni af hráefnunum (fyrir utan olíuna eða smjörið). Blandið saman þar til engir kögglar sitja eftir.
  2. Penslið vöfflujárnið með smjöri eða olíu og hellið deiginu út á.
  3. Berið fram vöfflur með því sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert