Grænmetisfæði

Taco sem tryllir bragðlaukana

18.11. Þessi mexíkóska dásemd er fyrir löngu búin að smeygja sér inn í íslenska matarmenningu og er reglulegur gestur á borðum landsmanna. Ég hef enn ekki hitt manneskju sem ekki kann að meta taco enda er endalaust hægt að leika sér með samsetningar og sósur. Meira »

Ómótstæðilegt grænmetis lasagna

5.11. Ef einhver getur staðist þessa freistingu þá fær hinn sami vegleg verðlaun enda er þetta svo girnilegur réttur að ekki er annað hægt en að fá vatn í munninn. Meira »

Bollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil

12.9. Hvað er bollu spagettí kunna margir að spyrja en því verður fljótsvarað og svarið ætti engan að svíkja...  Meira »

Grænmetisrétturinn sem unglingarnir elska

7.8. Grænmetisréttir eiga oft ekki upp á pallborðið hjá yngri kynslóðinni en þessi réttur þótti svo góður að hann var kláraður upp til agna. Meira »

Sikileyjarpítsa með pistasíum og chili bearnaise

4.5. Það er komið að Tödda að brasa en boðið er upp á Sikileyjarböku með pistasíum og chili bernaise. Að sögn Tödda - sem heitir fullu nafni Þröstur Sigurðsson er hann búinn að vera með Sikiley á heilanum frá 2016 en þar lærði hann að meta pítsur sem þessa. Meira »

Grænmetisbaka með piparosti

18.4. Bökur eru sérlega snjall matur því hægt er að hafa þær í matinn hvenær dags sem er. Þessi uppskrift hér tikkar í flest box þegar kemur að bragðgæðum og almennum huggulegheitum enda kemur hún úr smiðju Svövu Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit. Meira »

Súpan sem allir elska

14.4. Súpur geta verið hollur, ódýr og næringarríkur matur sem einnig má frysta eða kippa með í nesti. Þessi er í miklu uppáhaldi en hún er ákaflega saðsöm og góð. Meira »

Guðdómlegt grænmetislasagna

27.2. Grænmetislasagna er mögulega einn vanmetnasti réttur sem sögur fara af. Hann er sérdeilis bragðgóður - ef uppskriftin er góð - og yfirleitt ákaflega hollur. Meira »

Hrísgrjónanúðlur með hnetusmjörsósu

7.11.2017 Núðlur standa ávallt fyrir sínu enda herramannsmatur og hræódýrar. Það má því segja að þetta sé sannkallaður námsmannaréttur því hann er með hnetusmjörsósu sem margir hreinlega elska. Meira »

Þegar börnin gerast grænmetisætur

2.6.2017 Þrjár dætur sem borða bara grænmeti. Það var veruleikinn sem heimilisfaðirinn og ástríðukokkurinn Jón Yngvi Jóhannsson stóð frammi fyrir þegar yngri dætur hans tvær ákváðu að feta í fótspor eldri systur sinnar og gerast grænmetisætur. Meira »

Jólalegt hnetubuff

1.12.2016 „Þessi uppskrift birtist upphaflega í bók okkar Guðríðar Hannesdóttur, Eldað undir Jökli. Buffin urðu að klassískum grænmetisrétti á matseðli okkar þegar við fórum að reka Hótel Hellna. Hér eru þau að sjálfsögðu í glútenlausri útgáfu. Þyki buffin heldur bragðlítil er bara að bíða eftir sósunni, því hún er svo sannarlega mikilvæg með þessum rétti.“ Meira »

Pítsa fyrir flipphausa

16.4. Vér bókstafstrúarfólkið vitum vel að Linda er ákaflega sannsögul og ætlum að prófa, fullkomlega meðvituð um að þetta muni mögulega hafa veruleg áhrif á heimsmynd okkar og skilgreiningar á pítsum almennt. Meira »

Sælkera-hnetusteik á brauði með rauðrófum

7.4. Hnetusteikur njóta mikilla vinsælda og skyldi engan undra og einskorðast vinsældirnar alls ekki eingöngu við grænmetisætur. Hnetusteikur fara nefnilega vel í magann og manni líður hreint ágætlega eftir að hafa borðað þær. Meira »

Besta hnetusteik norðan Alpafjalla

21.1.2018 Hnetusteikur eru mikið lostæti og þessi uppskrift kemur úr smiðju Anítu Aspar Ingólfsdóttur, yfirmatreiðslumeistara á RIO, sem þykir afburðarflink á sínu sviði. Meira »

Girnilegasta grænmetislasagna allra tíma

25.10.2017 Það er fáránlega auðvelt og bragðgott og ekki spillir fyrir að það er talsvert hollt enda vita allir að spínat gerir okkur bara gott. Í uppskriftinni er upprunalega kveðið á um frosið spínat en þar sem við höfum töluvert góðan aðgang að fersku spínati mælum við að sjálfsögðu með því. Osturinn er svo lykilatriði hér og frekar að vera rífleg en hitt. Meira »